Hvað?

Startup Tourism er tíu vikna viðskiptahraðall þar sem allt að tíu sérvalin sprotafyrirtæki í ferðaþjónustu fá tækifæri til að þróa áfram viðskiptahugmyndir sínar undir leiðsögn sérfræðinga. Hraðallinn hefst í fimmta sinn í janúar 2020 og fer fram í Reykjavík. Opnað verður fyrir umsóknir í haust.

 
18278573_1987567401477706_3016734012581252627_o.jpg

Afhverju?

Markmið Startup Tourism er að efla frumkvöðlastarf í ferðaþjónustu og ýta undir atvinnu- og verðmætasköpun á Íslandi. Verkefninu er ætlað að stuðla að faglegri undirstöðu hjá nýjum fyrirtækjum í ferðaþjónustu og dreifingu ferðamanna í kringum landið, árið um kring.

 

Hvernig?

Startup Tourism stendur yfir í tíu vikur. Þátttakendur fá aðgang að fullbúnu skrifstofurými á tímabilinu og leiðbeinslu og ráðgjöf frá reyndum frumkvöðlum, fjárfestum og sérfræðingum. Verkefninu lýkur með kynningum fyrirtækjanna fyrir fullum sal af fjárfestum og lykilaðilum í ferðaþjónustunni.

 

Umsagnir þátttakenda

stefnir_minni.jpg

Þetta er sparkið í rassinn sem ég þurfti!

 


 

basicRM

 
_39A3247.jpg

Orð fá ekki lýst hvað Startup Tourism hefur gefið okkur mikið. Beinn aðgangur að fólki úr atvinnulífinu, góð ráð og undirbúningur fyrir nýja fyrirtækið er ÓMETANLEGT!

 

 
IceYoga

 
_39A3033.jpg

Ef þú vilt að draumurinn verði að veruleika þarftu að gera hann að þinni daglegu vinnu til þess að sannreyna hversu raunhæfur hann er. Startup Tourism gefur þér tækifæri til þess að prufukeyra bæði verkefnið og teymið þitt.

 

Sigló Ski Lodge