Viðskiptahraðall fyrir sprotafyrirtæki í ferðaþjónustu

Startup Tourism er tíu vikna viðskiptahraðall sem er sniðinn að þörfum nýrra fyrirtækja í ferðaþjónustu. Markmið verkefnisins er að hvetja til nýsköpunar á sviði ferðaþjónustu, styrkja stoðir nýrra fyrirtækja, fjölga afþreyingarmöguleikum og stuðla að dreifingu ferðamanna víðsvegar um landið, allan ársins hring.

Ár hvert eru tíu fyrirtæki valin til þátttöku. Þau fá aðgang að fullbúnu skrifstofurými meðan á verkefninu stendur og gefst kostur á að njóta fræðslu og þjálfunar og þróa áfram viðskiptahugmyndir sínar undir leiðsögn reyndra frumkvöðla, fjárfesta, lykilaðila á sviði ferðaþjónustu og annarra sérfræðinga og stjórnenda þeim að kostnaðarlausu.

Bakhjarlar Startup Tourism eru Isavia, Íslandsbanki, Bláa Lónið og Vodafone. Icelandic Startups sér um framkvæmd verkefnisins í samstarfi við Íslenska ferðaklasann.

 
_D4M8787.jpg

Aðstoð

Einkafundir með fjölda sérfræðinga, þar á meðal fjárfesta og reyndra frumkvöðla. Fyrirtækjunum stendur jafnframt til boða þjálfun og fræðsla á fjölbreyttum sviðum sem er til þess fallin að hraða þróun viðskiptahugmynda.

16797272_1948254062075707_6579809897261004313_o.jpg

Aðstaða

Þátttakendur fá aðgang að fullbúnu skrifstofurými á meðan á hraðlinum stendur. 

_ABH1825.jpg

Kynning

Fyrirtækin kynna viðskiptatækifæri sín á lokadegi Startup Tourism fyrir fullum sal gesta. Þessu til viðbótar gefst fjöldi tækifæra til tengslamyndunar sem reynst hefur dýrmætt veganesti fyrir ný fyrirtæki.

Tímalína Startup Tourism 2018-2019

TímalínaST2018-2019uppfaerd-01.jpg